Akron Rock

Sagaðar Quartsenit-steinflísar 2.5-3cm á þykkt.  Þær eru sléttar að aftan sem gerir límingu mjög þægilega og bindandi.  Óreglulegt yfirborð minnir óneitanlega á steinhleðslu.   Það er hægt að fá úthorn í þessari línu sem gerir frágang á hornum mjög fallegan.  Þar sem svolítið er af kristöllum í klæðningunni mælum við sérstaklega með henni sem inniklæðningu.

Verð: 22.000 m2

Eiginleika og notkun

Sterkar flísar með óreglulegu yfirborði.  Mjög fínn valkostur til að lífga upp útlit innandyra.  Bakhlið söguð og slétt en framhlið alveg óunnin.  Hentar vel sem klæðning á veggi, skorstein, arinn, afgreiðsluborð, svo eitthvað sé nefnt.

Líming og uppsetning – Flísalím, límkítti, múr.   Það fer eftir smekk hversu mikið bil er á milli flísanna og hvar þær eru staðsettar.  Gott er að nota litla vatnsflísasög og slípirokk til að aðlaga flísarnar.