Salt steinar

Við erum með saltkristalslampa og kertastjaka í mörgum stærðum og gerðum á mjög góðu verði.

Birtan er einstaklega hlýleg og falleg og er sögð hafa ýmiskonar jákvæð áhrif á líðan okkar og heilsu.

Kristallinn er unninn úr námum við rætur Himalaya fjalla og eru lamparnir og kertastjakarnir handunnir, sem gerir þá einstaka og viðheldur náttúrulegri fegurð þeirra.

Kristallinn er sagður gefa frá sér neikvæða jónun sem hefur hreinsandi áhrif á andrúmsloftið og er t.d. sögð draga úr neikvæðum áhrifum frá sjónvörpum og tölvum. Einnig er talið að jónunin geti verið gagnleg við grasofnæmi, asma, síþreytu og þunglyndi.