Steinsmiðja Akureyrar

Steinsmiðja Akureyrar er fjölskyldufyrirtæki, starfrækt á Akureyri. Fyrirtækið var stofnað á vordögum 2011 og er saga fyrirtækisins í raun nátengd sögu stofnandans, Þóris Barðdal, sem starfaði við höggmyndagerð og steinsmíði í meira en 25 ár. Steinsmiðja Akureyrar er því byggð á áratuga reynslu af steinefnum og öllu því sem við kemur minnismerkjum. Fyrsta janúar 2017 tóku hjónin Birnir Reyr Vignisson og Sunneva Árnadóttir við rekstrinum og hafa á liðnum árum gert fyrirtækið að sínu með nýju húsnæði og auknu vöruframboði. Árið 2018 keypti Steinsmiðja Akureyrar húsnæði í Njarðarnesi 4, þar sem starfrækt er bæði vinnsla og verslun. Á haustdögum 2020 bættist við vöruframboð fyrirtækisins,  garðbekkir úr granít. Áhersla okkar er lögð á persónulega þjónustu og hágæða vörur.

Áherslur fyrirtækisins eru skýrar:

  • Veita fyrsta flokks þjónustu
  • Bjóða uppá minnismerki úr bestu fáanlegu efnunum
  • Hafa bestu mögulegu verðin
  • Hanna og smíða minnismerki og minnisvarða fyrir öll tækifæri