Steinsmiðja Akureyrar
Steinsmiðja Akureyrar var stofnuð á vordögum 2011. Saga fyrirtækisins er í raun nátengd sögu stofnandans Þóris Barðdal sem hefur starfað við höggmyndagerð og steinsmíði í meira en 25 ár.
Steinsmiðja Akureyrar er því byggð á áratuga reynslu af steinefnum og öllu því sem við kemur minnismerkjum. Hún hefur hlotið góðar viðtökur hjá heimamönnum, sem vilja augljóslega hafa þessa starfsemi í heimabyggð sinni.
1. Janúar 2017 taka hjónin Birnir Vignisson og Sunneva Árnadóttir við rekstrinum og munu áfram bjóða framúrskarandi þjónustu og hágæða vörur.
Áherslur fyrirtækisins eru skýrar:
- Veita fyrsta flokks þjónustu
- Bjóða uppá minnismerki úr bestu fáanlegu efnunum
- Hafa bestu mögulegu verðin
- Veita ráðgjöf um allt sem viðkemur steinefnum
- Hanna og smíða minnismerki og minnisvarða fyrir öll tækifæri